Vilja sömu reglur fyrir alla

AFL starfsgreinafélag vill að félagsmenn þess sem missi vinnuna vegna gjaldþrota fyrirtækja njóti sömu réttinda og starfsmenn þeirra banka sem orðið hafa gjaldþrota.Vernd ríkissjóðs gagnvart bankastarfsmönnum sé talsvert frábrugðin því sem til þessa hafi viðgengist á vinnumarkaði.

 

Þetta kemur fram í pistli á vef félagsins. Íupphafi hans eru bankafólki sendar samúðarkveðjur en síðan velt upp hvort ákvarðanir ríkisstjórnarinnar seinustu daga séu dæmi um stefnumarkandi ákvarðanir. Þar segir að ríkissjóður hafi þegar ábyrgst full laun og uppsagnarfrest samkvæmt ráðningarsamningum. Slík hafi ekki verið reyndin með almenna launþega seinustu ár. Við gjaldþrot safni viðkomandi stéttarfélag gögnum um launakröfur, orlofskröfur og önnur réttindi. Ferlið heldur áfram til Ábyrgðarsjóðs launa fáist kröfurnar ekki greiddar úr þrotabúinu. Hann greiðir í dag mest 345 þúsund krónur á mánuði í þrjá mánuði.
Í fréttinni kemur fram að félagar þurfi oft að bíða í allt að ár eftir greiðslum þar sem ferlið tekur langan tíma. Þeir þurfi einnig að skrá sig strax í atvinnuleit hjá Vinnumálastofnun, annars fellur réttur þeirra til launa niður þann tíma sem þeir geta ekki sýnt fram á virka atvinnuleit.
„Á síðustu árum hafa félagsmenn AFLs sem og annarra verkalýðsfélaga tapað verulegum fjármunum með því að launakröfur þeirra hafa verið umtalsvert hærri en hámark Ábyrgðarsjóðs. Í því ástandi sem ríkir í þjóðfélaginu er nauðsynlegt að skapa einingu og samstöðu og þá er ekki boðlegt að félagsleg réttindi fari eftir starfsstétt eða þjóðfélagsstöðu.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.