Viðtöl við leikskólabörn í tilefni af degi leikskólans

Dagur leikskólans er haldinn hátíðlegur þann 6. febrúar ár hvert. Árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara sín fyrstu samtök og í ár er 16. árið sem dagurinn er haldinn hátíðlegur.

Markmið dagsins er að gera leikskólastarfið sýnilegra, vekja athygli á því frábæra starfi sem unnið er í leikskólum á hverjum degi og um leið minna á málefni yngstu barnanna í samfélaginu á jákvæðum nótum.

Við í foreldrafélagi leikskólans Tjarnarskógar ákváðum að fá börnin okkar með okkur í lið og spyrja þau nokkurra spurninga varðandi leikskólann. Það eru jú þau sem njóta alls þess góða sem leikskólinn hefur upp á að bjóða.

Björk Ýr, 3 ára

Af hverju ertu í leikskóla?
Af því ég er bara þriggja ára.

Hvernig væri ef það væri enginn leikskóli?
Þá væri ég í pössun.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum?
Að leika með Björmu.

Hvað gera kennararnir?
Kenna börnum

Hvernig eiga kennarar að vera?
Ekki alveg eins.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór?
Mamma með stór brjóst til að gefa litla barninu.

Hvort heldurðu að það sé meira gaman að vera barn eða fullorðinn?
Fullorðinn.

Ef þú myndir ráða í leikskólanum, hverju myndir þú breyta?
Breyta Guðrún Ástu í tröll og hún á að éta okkur!

image.png 

Ásdís Eik, 4 ára

Af hverju ertu í leikskóla?
Út af, það er stundum leikskóladagur.

Til hvers eru leikskólar?
Bara til að leika sér eitthvað.

Hvernig væri ef það væri enginn leikskóli?
Bara fínt, þá værum við bara í fríi.

Hvað finnst þér um leikskólann?
Ekki skemmtilegt.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum?
Vera í dúkkukróknum

Hvað gera kennararnir?
Vera í kennarastólum og það komu nýir stólar.

Hvernig eiga kennarar að vera?
Vera að segja nei og ef þau vilja það þá mega þeir það, ef að það er eitthvað bannað þá mega þeir ekki.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór?
Búðarkona í dótabúðinni þar sem sem gula búðin er (A4)

Hvort heldurðu að það sé meira gaman að vera barn eða fullorðinn? Af hverju?
Að vera fullorðin. Útaf, ég er svo spennt að verða stór!

Ef þú myndir ráða í leikskólanum, hverju myndir þú breyta?
Þegar ég er orðin stór þá ætla ég að vera í tvær vinnur. Í dótabúðinni og líka í leikskólanum. Þá sæki ég í matinn oooog…

cyrusogeldey web

Cýrus Elí, 5 ára

Af hverju ertu í leikskóla?
Út af ég er krakki.

Hvernig væri ef það væri enginn leikskóli?
Það væri fínt sko.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum?
Að búa til áramótabrennur í útivist.

Hvað gera kennararnir?
Ég veit það ekki, bara fylgjast með okkur.

Hvernig eiga kennarar að vera?
Fínir og góðir við börn.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór?
Bóndi, vinna í Nettó, slökkviliðsmaður, vinna í Bónus og spyrja spurninga í viðtali, vinna með frænda og í Nýjung og í skólanum og í kirkjunni… er þetta nóg?

Hvort heldurðu að það sé meira gaman að vera barn eða fullorðinn? Af hverju?
Að vera fullorðinn, útaf þá er maður kominn í vinnu.

Ef þú myndir ráða í leikskólanum, hverju myndir þú breyta?
Það væru stjórar eins og á Eldeyjar deild, mig langar mest að vera útiverustjóri.

Eldey Katrín, 5 ára

Af hverju ertu í leikskóla?
Af því ég þarf að læra svo mikið.

Hvernig væri ef það væri enginn leikskóli?
Þá get ég ekkert og ég verð ekki fullorðin.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum?
Búa til dúkkuteppi í vef.

Hvað gera kennararnir?
Þau stoppa krakka og passa börnin í leikskólanum og setja verkefni á borðin.

Hvernig eiga kennarar að vera?
Fínir og snyrtilegir og stundum fara þau í veislu og eru mjög falleg.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór?
Ísbúðarkona, snyrtikona, hárgreiðslukona, bóndakona og leikhúskona, bara allskonar kona!

Hvort heldurðu að það sé meira gaman að vera barn eða fullorðinn? Af hverju?
Fullorðin því þá er svo mikil vinna og þau geta fengið sér ís í ísbúð alla dag!

Ef þú myndir ráða í leikskólanum, hverju myndir þú breyta?
Setja fleiri kennara og meiri krakka.

Soley web

Sóley Birta, 2 ára

Af hverju ertu í leikskóla?
Pabbi kom bara að sækja mig.

Hvernig væri ef það væri enginn leikskóli?
Skrítið, bara skrítið.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum?
Ég er alltaf glöð.

Hvað gera kennararnir?
Þær eru að mála.

Hvernig eiga kennarar að vera?
Stór, Berglind er stór og Dagbjört, nei Dagbjört er lítil, Lísa er stór og líka Dagmar og Milena.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór?
Nei ég er ekki stór ég er bara lítil.

salka web

Salka Rós, 4 ára

Af hverju ertu í leikskóla?
Af því foreldrar þurfa að vinna líka.

Hvernig væri ef það væri enginn leikskóli?
Frí.

Hvað finnst þér skemmtilegast að gera í leikskólanum?
Mér finnst skemmtilegast að leira og leika við Lenku vinkonu mína.

Hvað gera kennararnir?
Fara í kaffi, vinna og hjálpa börnunum ef þau meiða sig.

Hvernig eiga kennarar að vera?
Stórir.

Hvað ætlarðu að verða þegar þú ert orðinn stór?
Mig langar að verða slökkviliðskona, hestakona og Elsa í Frozen.

Hvort heldurðu að það sé meira gaman að vera barn eða fullorðinn? Af hverju?
Barn, af því að þá þarf að andlitsmála mig líka.

Ef þú myndir ráða í leikskólanum, hverju myndir þú breyta?
Það er allt gott í leikskólanum, myndi ekki breyta neinu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.