Veiða má rúm þrettán hundruð dýr á næsta hreindýraveiðitímabili
Heimilt verður að veiða þrettán hundruð þrjátíu og þrjú hreindýr á tímabilinu 1. ágúst til 15. september 2009, samkvæmt auglýsingu Umhverfisstofnunar. Að auki verður heimilt að veiða hreindýrskálfa sem fylgt hafa felldum kúm, en þá skal fella sé þess kostur. Langflest dýrin, eða sex hundrað og sjötíu, verður heimilt að veiða á Norður-Héraði.
Alls voru veidd 1318 hreindýr af 1333 dýra kvóta á síðasta veiðitímabili.
Veturgamlir tarfar eru alfriðaðir og miðast tarfaveiði því við tveggja vetra og eldri tarfa.
Umhverfisstofnun auglýsir og sér um sölu allra veiðiheimilda.
Veiðisvæðin skiptast þannig eftir sveitarfélögum:
Svæði 1 Vopnafjarðarhreppur og Norður Hérað, þ.e. áður Jökuldalur norðan Jökulsár á Brú og Jökulsárhlíð
Þrátt fyrir skiptingu veiðiheimilda eftir veiðisvæðum getur Umhverfisstofnun, í samráði við Náttúrustofu Austurlands, fært veiðiheimildir milli samliggjandi veiðisvæða, þyki sýnt að hjarðir hafi fært sig milli þessara veiðisvæða eða aðrar sérstakar ástæður gefa tilefni til.
Mynd: Soffía Halldórsdóttir með feng sinn. (Ljósmynd HF)