Vegfarendur vari sig á fljúgandi hálku

Mikið vetrarríki er nú á Austurlandi og víða fljúgandi hálka á vegum utan og innan þéttbýlis. Þannig hafa orðið í það minnsta fjórir árekstrar innanbæjar á Egilsstöðum í dag, svo dæmi sé tekið og fólk hefur dottið í hálkunni og meitt sig.

Víða í fjórðungnum eru él og hálka eða snjóþekja. Snjóað hefur töluvert og því hætta á skafbyl ef einhver vindur er að ráði. Breiðdalsheiði er þungfær, Öxi og Hellisheiði ófærar og ófært í Mjóafjörð.

vefur_snjr.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.