Vegfarendur hafi varann á

Björgunarsveitarmenn frá Seyðisfirði og Egilsstöðum eru á Fjarðarheiði við að aðstoða vegfarendur, en þar er nú vont veður. Í morgun var samkvæmt upplýsingum Vegagerðarinnar ófært og óveður á Fjarðarheiði, einnig þungfært og óveður á Möðrudalsöræfum og þar ekkert ferðaveður. Snjóþekja og skafrenningur er á Fagradal og Oddskarði. Snjóþekja og snjókoma er víða með ströndinni.  Á Suðausturlandi eru vegir víða auðir. Þó er snjóþekja og skafrenningur frá Höfn að Kvískeri. Veðurspá gerir ráð fyrir austan 13-20 m/s og slyddu eða snjókomu norðan- og austan til fram eftir degi, en annars mun hægari austlægri átt og skúrum eða slydduéljum. Hiti víða 0 til 5 stig. Snýst í vaxandi norðaustanátt með éljum í kvöld, fyrst um landið vestanvert.

snjakstur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.