Um jarðgöng til Mjóafjarðar
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 22. ágúst 2025
Hugleiðing um hvernig margt mundi breytast ef jarðgöng væru komin til Mjóafjarðar og í framhaldinu til Seyðis- og Norðfjarðar. Svonefnd Y-göng.
1. Kjörið að sameina Fjarðarbyggð og Múlaþing, til lengri tíma mikill sparnaður. Hugmyndasamkeppni um nýtt og markaðssinnað og þjált nafn.
2. Stofna nýtt íþróttafélag fyrir flokka sem keppa á landsvísu og afreksfólk í öllum greinum. Þar væri nafnið sjálfgefið Austri. (samanber Vestri)
3. Vegagerðin hættir við snjómokstur á fjallvegum í vafasömum veðrum. Dæmi: Fagridalur, Fjarðarheiði, Möðrudalsöræfi og Öxi. Það væri nánast alltaf fært um Y-göng og Suðurfirði.
4. Allt heilbrigðiskerfið virkaði betur með samnýtingu. Búseta lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks yrði frjáls.
5. Álversstrætóinn færi frá Fellabæ alla línuna um Y-göngin í álverið.
6. Grundvöllur fyrir nýjum félögum og efla önnur t.d. karlakór, kvennakór, Oddfellow og fleiri.
7. Skíðasvæðin yrðu með eina stjórn og svæðin samnýtt með betri þjónustu að leiðarljósi.
8. Ein stjórn yfir kirkjugarðana, sama þjónustustig í öllum görðum. Sama kerfi og er á Akureyri og í Eyjafirði.
9. Grundvöllur fyrir rekstur útfararstofu og líkhúss við hliðina á þjónustuaðila garðanna. (Sama kerfi og Akureyri).
10. Möguleiki á háskóladeild á Egilsstöðum, til dæmis ferðamálafræði, félagsfræði og búvísindi.
11. Y-göngin auðvelda aðgengi að sumarhúsabyggð á Héraði. (Ferðast innanhúss í göngum allt árið)
12. Ungt fólk er orðið leitt á sérhagsmunasjónamiðum, hagsmunapoti og þráhyggju um ýmis mál. Það þarf plan til áratuga með almannahagsmuni í húfi.
13. Þegar fimm ár væru liðin frá opnun Y gangna, væri rakið að fá jarðgöng frá bænum Litluflögu í Breiðdal yfir á nýja veginn í botni Berufjarðar. Þetta styttir vegalengdina fyrir Hornfirðinga í flug og verslun til Egilsstaða.
14. Y-göng yrðu besta byggðar- og samgöngubót með almannahagsmuni í huga síðan Skeiðará var brúuð árið 1974.