Tugmilljóna gjaldþrot Tærgesen og Dúkáss

Skiptum á búi Tærgesen ehf., sem áður rak gistiheimilið Tærgesen á Reyðarfirði, er lokið. Lýstar kröfur í búið voru 87,5 milljónir en ekkert fékkst upp í þær.

 

Gistiheimilið að Búðargötu 4 tók til starfa árið 2004 en búið var tekið til gjaldþrotaskipta með úrskurði Héraðsdóms Austurlands í nóvember 2007. Félagið var skráð á Lyngási 5-7, Egilsstöðum, sama stað og Dúkás ehf. sem tekið var til gjaldþrota á sama tíma. Lýstar kröfur í búið námu 56,5 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í þær. Lýstar kröfur í bæði búin nema samanlagt 144 milljónum króna.
Dúkás ehf. fékk árið 2005 viðurkenningu frá umhverfismálanefnd Fjarðabyggðar fyrir velheppnaða uppbyggingu Búðargötu 4.

  tergesen.jpg

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Mynd: Veitingahúsið Tærgesen á Reyðarfirði. Ljósmynd: tergesen,is 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.