Skip to main content

Tíu prósenta aflasamdráttur í september

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.15. október 2008

Afli í austfirskum löndunarhöfnum minnkaði um tíu prósent í september samanborið við sama mánuð í fyrra. Alls var landað 15.419 tonnum á Austfjörðum, samanborið við 17.222 tonn í fyrra samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

 

Mestu var landað í Neskaupstað, tæpum fimm þúsund tonnum. Á Vopnafirði var landað ríflega fjögur þúsund tonnum og rúmlega þrjú þúsund á Eskifirði. Uppistaðan í aflanum var síld, rúm átta þúsund tonn en einnig fylgdu 2.600 tonn af þorski og 2.400 tonn af ýmsum uppsjávarfiski. Samanborið við september í fyrra minnkar síldaraflinn um þrjú þúsund tonn en á móti kemur aukning í uppsjávarfiskinum og 600 tonn af þorski.
Í ár eru komin á land rúmlega 445.000 tonn af afla í austfirskum höfnum samanborið við ríflega 514.000 tonn í fyrra. Mestu munar um minni kolmunna og loðnu.