Áætluð framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga 2009

Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hefur lagt fram tillögu um úthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2009 að upphæð 3.900 milljónir króna og hefur Kristján L. Möller samgönguráðherra samþykkt tillögu nefndarinnar. Framlögin verða greidd sveitarfélögunum mánaðarlega.

Einnig hefur ráðgjafanefndin lagt fram áætlun um heildarúthlutun framlaga til sveitarfélaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2009 og nema þau alls rúmum 1.300 milljónum króna.

Áætluð útgjaldajöfnunarframlög:

Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um heildarúthlutun útgjaldajöfnunarframlaga á árinu 2009, sbr. 13. gr. rgl. nr. 113/2003, nemi 3.900 milljónum króna.

Framlögin verða greidd til sveitarfélaga mánaðarlega, en 10 prósentum er þó haldið eftir af áætluðum framlögum til að mæta því ef ráðstöfunarfé sjóðsins verður minna eða útgjöld meiri en áætlað var. Uppgjör framlaganna fer fram í desember.

                                                                        Ársáætlun á                                                                      grundvelli                  60% af                    Mánaðarlegar
Sv.fél.nr. Sveitarfélög forsenda 2008 ársáætlun greiðslur feb-júní
 
6709 Langanesbyggð 17.028.050 10.216.830 2.043.366
7000 Seyðisfjarðarkaupstaður 34.809.750 20.885.850 4.177.170
7300 Fjarðabyggð 125.880.770 75.528.462 15.105.692
7502 Vopnafjarðarhreppur 25.385.300 15.231.180 3.046.236
7505 Fljótsdalshreppur 1.809.825 1.085.895 217.179
7509 Borgarfjarðarhreppur 3.436.225 2.061.735 412.347
7613 Breiðdalshreppur 6.909.357 4.145.614 829.123
7617 Djúpavogshreppur 14.985.465 8.991.279 1.798.256
7620 Fljótsdalshérað 62.638.173 37.582.904 7.516.581
7708 Sveitarfélagið Hornafjörður 52.365.910 31.419.546 6.283.909

 


Áætluð framlög vegna lækkaðra fasteignaskattstekna:


Ráðgjafarnefndin leggur til að áætlun um heildarúthlutun framlaga vegna lækkaðra fasteignaskattstekna á árinu 2009, sbr. reglugerð nr. 80/2001, nemi 2.288,4 milljónum króna. Jöfnunarsjóður greiðir sveitarfélögum hluta þess fyrirfram eða sem nemur 60% af áætluðu framlagi ársins sem eru rúmlega 1.373 milljónir króna. Greiðslan er innt af hendi með fimm jöfnum greiðslum mánuðina febrúar til júní. Uppgjör framlaganna greiðist með þremur jöfnum greiðslum mánuðina, júlí, ágúst og september.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.