Töltmótaröð Austurlands á laugardag
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 10. mars 2009
Fyrsta mót af þremur í Töltmótaröð Austurlands 2009 verður haldið í Fossgerði laugardaginn 14. mars næstkomandi kl. 13:00. Keppt verður í eftirfarandi flokkum í þessari röð: Tölt 16 ára og yngri, unghrossaflokkur, tölt áhugamenn (17 ára og eldri) og tölt opinn flokkur. Allir krakkar 10 ára og yngri fá þátttökuverðlaun og veitt verða verðlaun fyrir best snyrta hestinnn í flokki 16 ára og yngri.
Í tilkynningu frá íþróttanefnd Freyfaxa segir að skráningargjald sé kr. 1.500 á hverja skráningu. Skráningum lýkur á föstudagkvöld kl. 21:00. Hægt er að skrá sig með því að senda tölvupóst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. , eða í síma 866-9942 hjá Dagbjörtu. Afar nauðsynlegt er að kennitala hests og knapa fylgi skráningu.
ATH! Staðfesting á þáttöku og greiðsla skráningargjalda fer fram á kaffistofunni í Fossgerði milli kl. 12:00 og 13:00 áður en keppni hefst. Ekki verður hægt að greiða skráningargjöld með greiðslukortum.
ATH! Staðfesting á þáttöku og greiðsla skráningargjalda fer fram á kaffistofunni í Fossgerði milli kl. 12:00 og 13:00 áður en keppni hefst. Ekki verður hægt að greiða skráningargjöld með greiðslukortum.