Skip to main content

Tillaga um að kona og karl skipi 1. og 2. sæti í NA felld

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.16. febrúar 2009

Tillaga um að tvö efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi yrðu skipuð konu og karli var felld á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar um helgina.

Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson skipa nú 1. og 2. sætið. Sigmundur Ernir Rúnarsson sækist eftir öðru sæti í kjördæminu. Þeir greiddu allir atkvæði gegn tillögunni. Konur yfirgáfu fundinn um stund en mættu aftur síðar þegar fram var komin tillaga um að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á listanum. Hún var samþykkt, sem og  tillaga um opið prófkjör.

logo.gif

Tillaga um að tvö efstu sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi yrðu skipuð konu og karli var felld á kjördæmisþingi Samfylkingarinnar um helgina.

Kristján L. Möller og Einar Már Sigurðarson skipa nú 1. og 2. sætið. Sigmundur Ernir Rúnarsson sækist eftir öðru sæti í kjördæminu. Þeir greiddu allir atkvæði gegn tillögunni. Konur yfirgáfu fundinn um stund en mættu aftur síðar þegar fram var komin tillaga um að hvort kyn mætti ekki skipa nema tvö sæti í röð á listanum. Hún var samþykkt, sem og  tillaga um opið prófkjör.

logo.gif