Skip to main content

Það verður kosið um atvinnuuppbyggingu í Fjarðabyggð

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.12. maí 2022

Við Sjálfstæðisfólk trúum því að öflugt og fjölbreytt atvinnulíf sé forsenda framfara og undirstaða velferðar. Fjarðabyggð er glöggt dæmi.


Sveitarfélagið hefur vaxið af miklum krafti í rúman áratug og forsendur eru til áframhalds. Uppbyggingaráform kalla á sterka forystu og sóknarhug. Þar getur Fjarðabyggð mætt áskorunum framtíðar og við sem samfélag höfum alla burði til enn frekari vaxtar.

Í atvinnumálum mun Sjálfstæðisflokkurinn:

• Mæta hagsmunabaráttu sveitarfélagsins af fullri alvöru og berjast fyrir hagstæðum skilyrðum atvinnuuppbyggingar meðal annars varðandi raforkumál.
• Koma til móts við lítil og meðalstór fyrirtæki með hófsamri gjaldtöku.
• Stuðla að því að farið verði í útgáfu eldisleyfa í Mjóafirði.
• Hefja klasasamstarf atvinnulífsins í Fjarðabyggð með það fyrir augum að efla skilyrði til atvinnuuppbyggingar, laða að ný fyrirtæki, fjölga húsnæðismöguleikum, auka nýsköpun, skapa samráðsvettvang og frekara samstarf atvinnulífs og sveitarfélagsins.
• Fara í markaðssetningu sveitarfélagsins í þágu uppbyggingar, fjölgun íbúa, ímyndar og ferðaþjónustu.
• Tryggja hlutdeild í tilflutningi opinberra starfa.
• Sjá til þess að fjármunir fiskeldissjóðs komi án milligöngu.
• Sjá til þess að sveitarfélagið sé vel í stakk búið til þess að mæta uppbyggingarþörf atvinnulífs hverju sinni.

Okkar metnaður, forysta og sóknarhugur stendur til öflugs athafnalífs í Fjarðabyggð. Til þess þurfum við þinn stuðning í kosningunum 14. maí n.k.

Höfundur er útibússtjóri og skipar 15. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.