Sumarfrí á Fljótsdalshéraði
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 28. júlí 2025
Ég keyrði yfir Öxi um miðjan júlí. Svona fallegan fjallveg á að friða. Vel heflaður vegur með rykbindiefni, smá bunga á veginum svo myndist ekki pollar. Sjá alla fossana, snjóinn, vötnin og hreindýrin.
Ég gisti á Skipalæk, þar er svo fallegt tjaldstæði. Nýtt þjónustuhús, mjög vel heppnað og þrifnaðurinn til fyrirmyndar.
Hvað gerir maður annað á fyrsta degi annað en fara Fljótsdalshring? Ég kem að Hengifossá, skoða nýja þjónustuhúsið og alla stígana. Vitið menn - það er gjaldskylda á bílastæðinu! Ég legg aldrei bíl nema í neyð þar sem er gjaldskylda.
Ég hætti við að stoppa, fór í Skriðuklaustur og Valþjófsstaðakirkjugarð. Á þessum stöðum er enn frí bílastæði, ég heppinn. Þar sem mín gamla sveit hefur tekið 101 Reykjavík sér til fyrirmyndar með gjaldtökuna, óska ég eftir að hreppsnefnin samþykki tillögu um að aldrei verði settar upp vindmyllur á landi sem tilheyrir Fljótsdal. Ef Fljótsdælingar falla í vindmyllugræðgina er sérstaða þeirra farin.
Ég sá sennileg fallegasta býli á Íslandi það er jörðin Staffell í Fellum.
Næst þegar ég kem á Héraðið er ósk mín að það verði búið að taka fyrstu skóflustunguna að svonefndum Y-göngum. Göngin undir Mjóafjarðarheiði til Seyðisfjarðar og Norðfjarðar. Nú er kominn tími almannahagsmuna og naumhyggju.