Stofnun innflytjendateymis á Austurlandi

Fjölmenningarsetrið á Austurlandi og Rauði kross Íslands á Austurlandi standa sameiginlega að stofnun Innflytjendateymis á Austurlandi fimmtudaginn 5. febrúar. Tilgangurinn er fyrst og fremst að koma á umræðuvettvangi um stöðu innflytjenda á Austurlandi.

 

sitelogo.gif

Hér er um óformlegan félagsskap að ræða þar sem upplýsingum, kynningum, hugmyndum og verkefnum verður miðlað á milli.

Á stofnfundinum verður farið yfir drög að hlutverki Innflytjendateymisins, fyrirhuguðu verklagi og þátttakendalista. Eitt af mikilvægustu hlutverkum slíks teymis, er að vera augu og eyru stofnana, fyrirtækja og einstaklinga í málefnum innflytjenda á Austurlandi og afla upplýsinga um það sem er að gerast annars staðar og miðla upplýsingum um stöðuna hér eystra.

Til stofnfundarins er fulltrúum sveitarfélaga, atvinnurekenda, stofnana og fyrirtækja boðið, auk einstaklinga sem áhuga hafa á málefninu. Hann verður í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði milli kl. 14 og 15:30.Áhugasömum er bent á að hafa samband við undirritaða hafi þeir áhuga á að taka þátt í stofnfundinum.

Með von um að sjá ykkur sem flest, f.h. Rauða kross Íslands á Austurlandi og Fjölmenningarseturs!

 

Helga M. Steinsson

Verkefnastjóri Fjölmenningarseturs

gsm. 8950043

netfang: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

 

 

 

innflytjendur.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.