05 Stjórnarfundur 13 janúar, 2003

SAMGÖNG
Fundargerð stjórnar. 13.01.2003.
Stjórn SAMGÖNG mætti til fundar á Hóteli Héraði kl. 16:00 
 mættir: Guðrún Katrín Árnadóttir,
                    Sveinn Sigurbjarnarson,
                    Sigfús Vilhjálmsson,
                    Jörundur Ragnarsson  
                    Hrafnkell  A. Jónsson.

Formaður Guðrún Katrín setti fund og fól Hrafnkatli að rita fundargerð.
.
  
1. Undirskrift
Gengið var frá undirskriftum vegna umsóknar um kennitölu fyrir   félagið.
2. Styrkir
Samtökin hafa fengið 50.000,- kr. styrk frá Fjarðabyggð, önnur sveitarfélög sem sótt hefur verið um styrk til hafa annað hvort synjað beiðninni eða ekki afgreitt hana.
3. Næstu skref
Rætt var um næstu skref til að kynna félagið, og á hvern hátt best yrði unnið að kynningu fyrir það litla fjármagn sem “samtökin” hafa til ráðstöfunar.   Samþykkt var að leggja áherslu á heimsíðu félagsins sem er vistuð undir www.sfk.is    en síðan  hefur vefslóðina www.sfk.is/jardgong.htm    Reynt verður að auglýsa heimasíðuna með skipulögðum hætti í Dagskránni.   Leitað verður eftir því við aðstandendur vefmiðlanna www.local.is , www.austurland.is, www.egilsstadir.is, og www.fjardabyggd.is að þar komi linkar fyrir heimasíðuna.
3. Opinberir  aðilar
Rætt var um samskipti við opinbera aðila.   Samþykkt var að senda stjórn Byggðastofnunar bréf þar sem farið verður fram á nýtt arðsemismat vegna jarðgangagerðar á Austurlandi í samræmi við hugmyndir “samtakanna”.   Í þessu mati verði tekið tillit til breyttra aðstæðna á Austurlandi með tilkomu byggingar álvers við Reyðarfjörð, fiskeldi víða í fjörðum austanlands, nýrrar Norrænu og beins flugs á Egilsstaði frá Þýskalandi þessar aðstæður breyta öllu samgöngumynstri og gætu breytt arðsemisútreikningum á sama máta.    Þá telur stjórnin mjög brýnt að sérfræðingar Byggðastofnunar verði fengnir til að meta þann kostnað sem af því hlíst að fara ekki í gerð jarðgangna, þar verði metinn inn aukinn byggðaflótti, kostnaður við að úrelda mannvirki í byggðum austanlands og kostnaður við uppbyggingu hliðstæðra mannvirkja á suð-vesturhorninu.
 5. Önnur mál
Stjórnin ræddi loks nauðsyn þess að efla tengsl við sveitarstjórnir á Austurlandi og mun fara fram á fundi með sveitarstjórnarmönnum til að kynna markmið samtakanna og leita eftir stuðningi sveitarstjórna við þau.   Á sama hátt verður leitað til almannasamtaka á borð við stéttarfélög, þróunarfélög og önnur samtök sem láta sig velferð Austurlands varða..
 
Fleira ekki gert fundi slitið kl. 17:45
 
Hrafnkell A. Jónsson, fundarritari
 
 

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.