Skip to main content

04 Stjórnarfundur 10 október, 2002

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.15. maí 2008

 

3. stjórnarfundur 10.10.2002

Haldinn á Foss Hótel Reyðarfirði  kl.16:30

 

1. Tekið fyrir bréf frá Guðrúnu Sigríði Knútsdóttur nemanda á þriðja ári í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Guðrún Sigríður hefur áhuga á því að gera einhverskonar úttekt á jarðgöngunum í BA ritgerð sinni, og óskar  eftir samstarfi  við  samtökin.
Stjórn samtakanna fagnar þessari beiðni Guðrúnar og er reiðubúin að veita henni alla þá aðstoð sem hún getur ef af þessu verður.


2. Á fyrsta stjórnarfundi samtakanna í júlí s.l. var ákveðið að taka engin gjöld af félagsmönnum. Eigi samtökin hins vegar að geta  kynnt hugmyndir sínar fyrir almenningi er ljóst að einhverjir fjármunir þurfa að koma til. Því var ákveðið  að sækja um útgáfu og kynningarstyrk til bæjarfélaga og fyrirtækja sem hagsmuna eiga að gæta varðandi jarðgöng á Mið – Austurlandi.
Ýmsar leiðir til kynningar voru ræddar. Auk blaðagreina o.þ.h. ákvað stjórnin að kynna hugmyndir samtakanna í Dagskránni sem prentuð er í 5000 eintökum og fer um allt Austurland og jafnvel víðar.
Til að halda utan um fjármál samtakanna var Jörundur Ragnarsson skipaður gjaldkeri.

3. Ræddar voru ýmsar jarðgangahugmyndir. Stjórnarmenn voru sammála um að kanna þyrfti hvort hagkvæmara er að bora göng frá  Seyðisfirði til Eskifjarðar með afleggjurum  til Mjóafjarðar, Neskaupsstaðar og upp í Slenjudal.
Með þessari hugmynd þarf einungis að gera 5 gangamuna í stað 8 auk þess sem talið ódýrara að bora göng heldur en sprengja.

4. Í samtökunum eru nú u.þ.b. 300 – 400 manns. Samtökin eru einungis fjögra mánaða gömul, þetta segir okkur að; að meðaltali hafa  u.þ.b. 100 manns skráð sig í samtökin á mánuði. Stjórnin vill að  í framtíðinni geti fólk skráð sig í samtökin á netinu.

Fleira var ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:00
                                                               Fundarritari
 
                                                                              Guðrún Katrín  Árnadóttir
     

 

3. stjórnarfundur 10.10.2002

Haldinn á Foss Hótel Reyðarfirði  kl.16:30

 

1. Tekið fyrir bréf frá Guðrúnu Sigríði Knútsdóttur nemanda á þriðja ári í Viðskiptaháskólanum á Bifröst. Guðrún Sigríður hefur áhuga á því að gera einhverskonar úttekt á jarðgöngunum í BA ritgerð sinni, og óskar  eftir samstarfi  við  samtökin.
Stjórn samtakanna fagnar þessari beiðni Guðrúnar og er reiðubúin að veita henni alla þá aðstoð sem hún getur ef af þessu verður.


2. Á fyrsta stjórnarfundi samtakanna í júlí s.l. var ákveðið að taka engin gjöld af félagsmönnum. Eigi samtökin hins vegar að geta  kynnt hugmyndir sínar fyrir almenningi er ljóst að einhverjir fjármunir þurfa að koma til. Því var ákveðið  að sækja um útgáfu og kynningarstyrk til bæjarfélaga og fyrirtækja sem hagsmuna eiga að gæta varðandi jarðgöng á Mið – Austurlandi.
Ýmsar leiðir til kynningar voru ræddar. Auk blaðagreina o.þ.h. ákvað stjórnin að kynna hugmyndir samtakanna í Dagskránni sem prentuð er í 5000 eintökum og fer um allt Austurland og jafnvel víðar.
Til að halda utan um fjármál samtakanna var Jörundur Ragnarsson skipaður gjaldkeri.

3. Ræddar voru ýmsar jarðgangahugmyndir. Stjórnarmenn voru sammála um að kanna þyrfti hvort hagkvæmara er að bora göng frá  Seyðisfirði til Eskifjarðar með afleggjurum  til Mjóafjarðar, Neskaupsstaðar og upp í Slenjudal.
Með þessari hugmynd þarf einungis að gera 5 gangamuna í stað 8 auk þess sem talið ódýrara að bora göng heldur en sprengja.

4. Í samtökunum eru nú u.þ.b. 300 – 400 manns. Samtökin eru einungis fjögra mánaða gömul, þetta segir okkur að; að meðaltali hafa  u.þ.b. 100 manns skráð sig í samtökin á mánuði. Stjórnin vill að  í framtíðinni geti fólk skráð sig í samtökin á netinu.

Fleira var ekki tekið fyrir.
Fundi slitið kl. 18:00
                                                               Fundarritari
 
                                                                              Guðrún Katrín  Árnadóttir