Skip to main content

Steingrímur, Þuríður og Björn Valur í þremur efstu hjá VG í Norðausturkjördæmi

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.05. mars 2009

Talningu í forvali Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi lauk í gærkvöld og var kjörsókn tæplega 63%. Einn kjörseðill var úrskurðaður ógildur. Alls gaf 21 félagi kost á sér í forvalinu. Steingrímur J. Sigfússon fékk afgerandi kosningu í fyrsta sætið en alls var kosið í átta sæti. Þuríður Backman er í öðru sæti og Björn Valur Gíslason í því þriðja.

vg_logo_rautt_web.jpg

1.  Steingrímur J. Sigfússon

2.  Þuríður Backman

3.  Björn Valur Gíslason

4.  Bjarkey Gunnarsdóttir

5.  Þorsteinn Bergsson

6.  Hlynur Hallsson

7.  Dýrleif Skjóldal Ingimarsdóttir

8.  Jóhanna Gísladóttir

Vegna reglna um kynjajafnrétti á listum Vinstri grænna færist Dýrleif Skjóldal upp fyrir Hlyn Hallsson.