Stefanía vill 2.-3. sæti
Stefanía Kristinsdóttir býður sig fram í 2.-3. sæti Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi. Stefanía hefur starfað sem framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands frá ágúst 2007. Hún er með BA gráðu í heimspeki auk þess sem hún er rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Hún býr með fjölskyldu sinni á Egilsstöðum.
Hún hefur starfað sem framkvæmdastjóri Þekkingarnets Austurlands frá ágúst 2007. Hún er með BA gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands, rekstrarfræðingur frá Háskólanum á Bifröst, MBA gráða frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nú kennsluréttindanám í Háskólanum á Akureyri. Hún starfaði sem skrifstofu- og verkefnastjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands í rúm 6 ár og vann þar að verkefnum á borð við, Ungir Vísindamenn, Uppúr Skúffunum, Stofnun Fræðasetra Háskóla Íslands auk þess að vinna að fjölmörgum Evrópuverkefnum. Þá vann Stefanía að undirbúningi Vaxtarsamnings Austurlands (2005-2007) sem byggði á víðtæku samstarfi þekkingarstofnanna við fyrirtæki, stofnanir og sveitarfélög á Austurlandi. Stefanía býr á Egilsstöðum og er gift Gesti Helgasyni, þjónustustjóra í Sparisjóði Norðfjarðar á Reyðarfirði, og eiga þau þrjú börn.