Ásta Þorleifsdóttir ráðin framkvæmdastjóri

Stjórn Markaðsstofu Austurlands hefur ráðið Ástu Þorleifsdóttur í stöðu framkvæmdastjóra. Hún mun koma til starfa í janúar og taka við af Kötlu Steinsson sem verið hefur framkvæmdastjóri Markaðsstofu Austurlands frá árinu 2004.

04_09_3---aircraft_web.jpg

  Ásta Þorleifsdóttir er 48 ára jarðfræðingur og umhverfisverkfræðingur með víðtæka reynslu af ferðamálum, m.a. sem leiðsögumaður, fararstjóri og kennari í ferðamálafræði bæði á framhalds- og háskólastigi. Hún er að ljúka meistaranámi í opinberri stjórnsýslu en hefur síðustu ár starfað sjálfstætt sem ráðgjafi og verkefnisstjóri í margvíslegum verkefnum, þar á meðal á sviði náttúrutengdrar ferðaþjónustu. Ásta hefur auk heldur gegnt ýmsum stjórnar- og nefndarstörfum hjá Reykjavíkurborg og skrifað bæklinga, greinar og kennsluefni á sínum fagsviðum.  

Markaðsstofa Austurlands (MA) hefur frá árinu 1999 verið samstarfsvettvangur ferðaþjónustuaðila og sveitarfélaga um ferðamál á Austurlandi. Verkefni hennar snúast um upplýsingagjöf, markaðs- og þróunarstarf á svæði sem í dag nær frá Vopnafirði til Djúpavogs. Starfsmenn eru tveir auk framkvæmdastjóra.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.