Skip to main content

Spænskar kvikmyndir hjá ÞNA

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.10. febrúar 2009

Kvikmyndaklúbbinn Cine Club Latino, í samstarfi við Þekkingarnet Austurlands, býður upp á kvikmyndasýningar á þriðjudögum á vormisseri 2009. Cine Club Latino er óformlegur félagsskapur sem rekinn er í tengslum við kennslu í spænsku við deild erlendra tungumála á Hugvísindasviði Háskóla Íslands. Allar myndir eru með enskum texta. b_150_100_16777215_0_-perros.jpg

Í kvöld verður mexíkóska myndin Amores perros frá árinu 2001 sýnd kl. 19:30 í húsnæði Þekkingarnetsins Tjarnarbraut 39e, Egilsstöðum.

Sjá nánar um dagskrá kvikmyndaklúbbsins á www.fna.is