Skráningum á Ístölt Austurland að ljúka

Síðasta skráningardagur vegna Ístölt Austurland er á morgun, en að venju rennur skráningarfrestur endanlega út um tíuleytið annað kvöld. Ístölt Austurland fer fram næstkomandi laugardag 21. febrúar. Skráningar fara fram á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og hjá Gunnþórunni í síma 847-0116.

img_77481.jpg

Í ár er Ístölt Austurland haldið í Egilsstaðavíkinni í hjarta Egilsstaða og er von á fjölda áhorfenda úr þéttbýlinu, enda mótssvæðið sérlega glæsilegt. Á dögunum fóru fram mælingar á ísþykkt í Egilsstaðavíkinni og var útkoman sérlega jákvæð og ætti nokkurra daga hláka ekki að setja strik í reikninginn. Framhaldsmælingar eru áætlaðar á fimmtudag á vegum ístöltsráðunauta.

Eins og undanfarin ár eiga Austfirðingar von á góðum gestum víðsvegar að af landinu. Sem og oft áður eru Hornfirðingar og Norðanmenn áberandi meðal gesta. Keppt er um þrjá nafntogaða verðlaunagripi - Ormsbikarinn eftirsótta, Skeiðdrekann ógurlega og Frostrós Glitnis.

Allar nánari upplýsingar á www.freyfaxi.net og í síma 896-5513.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.