Skógurinn skemmir útsýnið en hvað gerir hann annað fyrir okkur?

Sumir halda að það gerist aldrei neitt á Vopnafirði milli vertíða, en það er alls ekki tilfellið. Stundum gerist mjög mikið, jafnvel á sama degi. Laugardaginn 7. apríl var málstofa á Vopnafirði en það var líka stórfundur hjá Kiwanís, blakmót fyrir Vopnfirskt kvennalið á Akureyri og jarðarför í Hofskirkju. Þrátt fyrir það mættu um 20 manns á málstofuna til að hlusta á erindi frá aðkomumönnum, og heimamanni, og taka þátt í umræðunni um skógrækt, landgræðslu og umhverfismálum.


Fyrir málstofunni stóð stjórn Skógrækt- og landgræðslufélagsins Landbótar. Markmið málstofunnar var að ögra til umræðu um skógrækt og þær breytingar á landi og ásýn og sem skógrækt fylgir. 

Fyrir hönd Skógræktarinnar var Lárus Heiðarsson með erindið „Skógrækt sem hluti af fjölbreyttari landbúnaði“. Hann fjallaði meðal annars um hlutverk skógar, notkun skógarafurða til framtíðar, lífhagkerfi (e. bioeconomy) sem næsta „þrep“ hagkerfisins og þau tækifæri sem felast í því. 


Einar Gunnarsson kom á vegum Skógræktarfélags Íslands. Titillinn á erindi hans var „Án skóga er jörðin óbyggileg“. Í erindi kom hann með nokkrar vangaveltur um útsýni og frá hvaða sjónahorni útsýni er skoðað. Hann benti okkur á þau tækifæri sem við höfum á Vopnafirði með skógrækt og samstarf við stærri fyrirtæki eins og HB Granda í sambandi við KO2LViÐUR og aukin fjármagn til skógræktar.

Frá Landgræðslu ríkisins kom Guðrún Schmidt. Erindi hennar hét „Hvað og hvar? Hvaða möguleika býður landið upp á?“ Guðrún kynnti samstarfsverkefnið „Betra bú“ sem er tæki fyrir landeigendur til að gera landnýtingaráætlun fyrir sína jörð og með þeirri aðferð mynda sér betri yfirsýn yfir ástand landsins og þau tækifæri og áskoranir sem svæðið býður upp á. Tækifæri fyrir landeigendur til að búa sér til stefnu fyrir landið sitt og fylgja hann eftir.

Anna Berg Samúelsdóttir kom sem umhverfisstjóri hjá Fjarðarbyggð. Erindið hennar „ Náttúruvernd: Til hvers og fyrir hvern?“ var bæði fræðandi og á sama tíma með ögrandi spurningar til þátttakenda málstofunnar, meðal annars: Hvað er náttúrulegt? Hún minnti okkur á að íslensk náttúru hefur verið mótuð af manninum síðustu 1200 árin og það er því erfitt að skilgreina hvaðþað er sem í raun og veru er náttúrulegt.

Í lokin var Magnús Már Þorvaldsson frá Vopnafirði með erindi um skipulagsmálum. Hann vitnaði í frétt frá BBC 2005 þar sem Ísland var skilgreint sem „Stærsta eyðimörk í Evrópu“ og minnti á að einungs 1,2% af flatamáli Íslands er nú þegar þakið skógi og því ekki miklar líkur á að skógurinn muni skemma útsýnið verulega. Magnús kom einnig inn á landsskipulagsstefnu, nýju skógræktarlögin og skildur sveitafélaga í sambandi við skógrækt í skipulagsáætlunum sem er mikilvægt atriði að hafa í huga við skipulag skógræktarsvæðum almennt og ekki síst nálægt þéttbýli.

Eftir erindin voru líflegar og skemmtilegar umræður tengdar erindum málstofunnar og greinilegt var að mikill áhugi var á að ræðu þessi málefni. Spurningar um notkun lúpínu í skógrækt og gildi hennar í t.d. landgræðslu komu einnig upp en ákveðið var að fresta umræðu fram til næstu málstofu.

Formaður Landbótar og verkefnistjóri Austurbrúar Else Möller lauk málstofunni með stuttri upprifjun á meginatriðum hvers erindis og þakkaði ræðumönnum og gestum fyrir áhugaverða, fróðlega og skemmtilega málstofu sem var haldinn í tilefni alþjóðlegs dags skóga 21. mars 2018

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar