Skip to main content

Sjónvarpsfréttagerð RAUST tíu ára

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.27. febrúar 2009

Sunnudaginn 1. mars verða tíu ár liðin frá því að Svæðisútvarp Austurlands hóf reglulega vinnslu sjónvarpsfrétta. Þá var Jóhann Hauksson forstöðumaður svæðisútvarpsins og réðst hann í hið nýja verkefni ásamt Hjalta Stefánssyni kvikmyndatökumanni. Frá þessum tíma hafa um tvö þúsund og fimm hundruð sjónvarpsfréttir og innskot verið fullunnin hjá RAUST fyrir Sjónvarp.

ruvmerki.jpg

Hjalti hóf fyrst að kvikmynda fréttaefni á Austurlandi árið 1995 í verktöku og áður hafði Guðmundur Steingrímsson, þáverandi tæknimaður svæðisútvarpsins sent eitthvað af efni í Sjónvarp úr fjórðungnum.

Í dag er sjónvarpsfréttagerð snar þáttur í starfsemi svæðisútvarpsins á Austurlandi.