Skip to main content

Sinfónísk kveðja til Austfirðinga

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.19. nóvember 2008

Sinfóníuhljómsveit Íslands vill koma á framfæri þökkum til Austfirðinga fyrir frábærar móttökur
á tónleikum hljómsveitarinnar í Kirkju- og menningarmiðstöðinni á Eskifirði miðvikudaginn 5. nóvember síðastliðinn.

sinfnuhljmsveit_slands.jpg

 

Um 450 manns komu á tónleikana og þurfti að opna inn í öll möguleg rými í húsinu til að koma tónleikagestum fyrir.
Mikil stemning myndaðist á tónleikunum og komst hljómsveitin á flug enda umgjörð kirkjunnar tilvalin fyrir efnisskrána sem endaði
á fimmtu sinfóníu Beethovens.
Tónleikarnir á Eskifirði voru hluti af tónleikaferð sem Sinfóníuhljómsveit Íslands fór um landið í byrjun nóvember, eftir að

hafa þurft að aflýsa þriggja vikna tónleikaferð til Japans vegna efnahagsástandsins. Þrátt fyrir þau vonbrigði tókst hljómsveitinni að snúa vörn í sókn og hélt fyrst opna tónleika fyrir Reykvíkinga áður en lagt var af stað í tónleikaferð um landið.
Hljómsveitinni var alls staðar vel tekið og ljóst að á þessum tímum hefur almenningur í landinu þörf fyrir fagra tónlist sem gefur því
tækifæri til að gleyma stað og stund. Það er von Sinfóníuhljómsveitarinnar að ekki líði á löngu þar til hljómsveitin geti aftur heimsótt Austfirði og
vonumst við til að sjá aftur alla okkur góðu gesti.

Arna Kristín Einarsdóttir
tónleikastjóri,
Sinfóníuhljómsveit Íslands