Samfélag fyrir alla

Hver vill ekki betri samgöngur? Hver vill ekki bætt lífsgæði á landsbyggðinni? Hver vill ekki forgangsraða í þágu velferðarmála ? Það er vonlaust fyrir þig sem þetta lest að svara þessu öðruvísi en að segja „það vilja allir þessa hluti“.

Hefur þú einhvern tímann heyrt einhvern frambjóðanda segja berum orðum að hann eða hún vilji verri samgöngur? Eða að einver segist vilja verri lífsgæði á landsbyggðinni? Úr því að svo er, hvernig í ósköpunum átt þú þá að geta ákveðið hverjum þú getur veitt þitt atkvæði í komandi kosningum?

Besta leiðin að mínu mati er að pæla í því hvort flokkurinn sem viðkomandi frambjóðendur starfa fyrir hefur einhvern tímann sýnt það í verki að það sé raunverulegur vilji til að koma þessum hlutum í framkvæmd.

Ég er í framboði fyrir Samfylkinguna því ég veit að við viljum stórauka almenningssamgöngur í bæði þéttbýli og dreifbýli. Ríkið þarf að koma betur að samgöngumálum sveitarfélaga og það skilar sér í bættum lífsgæðum. Samfylkingin hefur sýnt það í verki í kjördæminu okkar og þann 11.nóv næstkomandi, tæpum tveimur vikum eftir kosningar, þá getum við öll notið afrakstursins með því að keyra í gegnum ný Norðfjarðargöng.

Samgöngumál eru byggðamál og forgangsmál, alveg klárt mál, en það þarf að gera meira. Það þarf að setja meiri peninga í heilbrigðismál og það þarf að efla heilsugæslurnar um allt land. Við vitum þetta best sem búum útá landi og eigum börn. Við eigum að gera Ísland betra og hafa gjaldfrjálsa opinbera heilbrigðisþjónustu. Við höfum efni á því ! Það á að hafa öflugt atvinnulíf og efla nýsköpun, það er bara almenn skynsemi og hjálpar byggðarlögum að vaxa og dafna.

Samheldni og jöfnuður munu skila okkur miklu betra Íslandi en sundrung og einstaklingshyggja, vertu með okkur í að bæta lífið. Settu X við S á kjördag.

Höfundur skipar 9. sæti á lista Samfylkingunnar í Norðausturkjördæmi


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.