Orkumálinn 2024

Sama veitingahúsið aftur og aftur

Starfsmenn AFLs hafa eina ferðina enn haft afskipti af austfirsku veitingahúsi sem skráir erlenda starfsmenn sína sem ferðamenn svo þeir þurfa ekki að borga skatta.

 

Í frétt á vef AFLs segir að staðurinn sé rekinn með vinnuafli fimm erlendra stúlkna sem vinni 6-7 tíma á dag, sjö daga vikunnar og fái 80.000 krónur í mánaðarlaun auk fæðis og húsnæðis. „Stúlkurnar greiða sjálfar fyrir farmiða sína til landsins og frá og eru skráðar inn til landsins sem ferðamenn og skila ekki sköttum eða skyldum hér og eru ótryggðar við störf sín.“
Í fréttinni segir að AFL Starfsgreinafélag hafi árlega þurft að hafa afskipti af málefnum starfsmenna staðarins. Þegar það var fyrst gert var vikukaupið 5.000 krónur og starfsmönnum gert að vera á staðnum allan sólarhringinn alla vikuna. Til harðra deilna kom í fyrra þegar fulltrúar AFLs fóru ásamt túlki á staðinn.
„AFL mun eitt árið enn hafa samband við viðeigandi yfirvöld hér á Austurlandi en síðustu ár hafði það ekki mikil áhrif,“ segir í niðurlagi fréttarinnar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.