Ríkisvaldið skýri hvernig staðið skuli að hreindýraveiðum

Jónas Egilsson stjórnmálafræðingur bloggar á bloggvef Morgunblaðsins um dóminn yfir mönnunum sem dæmdir hafa verið til fésekta vegna aksturs á sexhjóli við hreindýraveiðar. Hann segir ríkisvaldið skulda veiðimönnum og leiðsögumönnum skýringar á því hvernig skuli staðið að veiðum hreindýra á Íslandi.

mynd_tarfur__fljti.jpg

 

,,Ef ekki má aka utan slóða verður að gefa leiðbeiningar um það hvernig koma skuli veiddu dýri á þar til gerða slóða sem aka má eftir,“ skrifar Jónas. ,,Eins þarf að skilgreina, merkja og kortleggja þá merkta slóða svo veiðimenn álpist nú ekki af umræddum slóðum. Hinn kosturinn er að sjálfsögðu að dýrin haldi sig á eða við slóðs sem dómstólar viðurkenna, svo hægt verði að koma þeim til byggða eftir að búið er að skjóta þau. Reyndar er ég ekki viss um að það gangi í öllum tilfellum.

Málið er að ákvæði í lögum um akstur utan vega eru í öngstræti. Til eru slóðar um allt hálendið sem enginn veit hvort viðurkenndir eru eða ekki. Eins er alveg ljóst að þó að ekið sé utan slóða á fjórhjóli eða sexhjóli, þá þurfa skemmdir ekkert á umhverfinu að vera miklar eða nokkrar. Leiðsögumaður á að vera bær að meta það hvort óhætt sé að aka um svæði eða ekki.

Til upplýsinga fyrir þingmenn, ráðherra og jafnvel dómara, eru t.d. á hreindýraslóðum þar sem enginn getur með nokkrum móti sýnt fram á að ekið hafi verið um eða ekki. Eins má búast við að land breytist meira af náttúrulegum orsökum, snjóalögum, flóðum eða vegna hreindýranna sjálfra, en nefndum ökutækjum.

Hér er enginn að tala um að spæna upp landið með stórtækum vélum. Aðeins að ferðast um landið, veiða og koma bráðinni til byggða.

Sú staða sem ein hönd ríkisvaldsins er búin að skapa, gerir í raun illmögulegt fyrir þá sem kaupa veiðileyfi dýrum dómum af ríkinu, að ná í sína bráð.

Ráðherra skuldar veiðimönnum skýringar og úrbætur helst!“ 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.