Skip to main content

Úr vöndu að ráða

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.20. nóvember 2008

Í sumum tilfellum virðist borga sig að kaupa flugfar frá Egilsstöðum til Reykjavíkur og til baka, til þess eins að komast í lágvöruverðsverslun með fatnað og fata sig upp. Það er í það minnsta reynsla Austfirðings á besta aldri.

confortbuxurherra.jpg

Austfirðing nokkurn vantaði tvennar herrabuxur. Hann fann ekkert sem honum líkaði í kaupfélaginu sínu og leit því inn í tískuverslun. Eftir að skoða verðmiða á buxum þar, fór hann heim og keypti gegnum netið flugfar til Reykjavíkur og til baka. Nokkrum dögum síðar lenti hann í höfuðstaðnum, tók leigubíl í Rúmfatalagerinn og verslaði þar fernar buxur, tvenna skó, hlý nærföt undir vinnufatnað, 20 pör af sokkum og sex nærbuxur í pakka. Hann tók svo leigubíl á flugvöllinn og flaug heim samdægurs.

Ferðin, leigubíllinn og fatakaupin kostuðu minna en tvennar buxur úr tískuverslunni.

Á móti kemur að ef við ætlum að halda búðunum okkar í heimabyggð gangandi, verðum við að versla við þær.

Svona er það nú.