Öllu snúið á haus

Það er athyglisvert hvað Sjálfstæðismenn fara mikinn í flugvallarmálinu og hvað þeim gengur illa að rifja upp söguna. Það er eins og engin sé forsagan. Eru þeir alveg búnir að gleyma hvað gerðist árið 2013?

Þá var Hanna Birna Kristjánsdóttir, þáverandi varaformaður Sjálfstæðisflokksins, nýkomin úr borgarstjórn í innanríkisráðuneytið. Þá lögðu Sjálfstæðismenn ofuráherslu á að loka flugvellinum og 25. október 2013, undirrituðu þáverandi innanríkisráðherra (Hanna Birna Kristjánsdóttir) og þáverandi borgarstjóri (Jón Gnarr) samkomulag með vitund og aðkomu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar um að fresta lokun flugvallarins til 2022 – 2024.

Það er líka athyglisvert hvað Miðflokksmenn eru illa að sér í sögunni því í dag segjast þeir vera bestu vinir flugvallarins ekki síður en Sjálfstæðismenn, sem tekst einstaklega vel að mótmæla eigin gjörðum.

Nú eru það ekki margir sem vilja vingast við Miðflokkinn. En það eru bara 10 ár síðan að allir þessir aðilar vildu flugvöllinn bráðfeigan.

Þá er komið að þætti Sigurðar Inga Jóhannssonar sem gerði samkomulag við borgina 2019 um að stöðva lokun brautanna árin 2022 og 2024 og tryggja um leið að völlurinn verði áfram.

Ráðuneytið fór svo fram á að það yrði skoðað hvort breyta þyrfti skipulaginu í Skerjafirði til að völlurinn gæti verið þar áfram. Niðurstaðan úr þeirri vinnu er að breytinga er þörf. Þannig að Framsókn er að tryggja að það verði gerðar breytingar á byggðinni/skipulaginu til að tryggja öryggi flugvallarins. Fulltrúar þeirra sem skrifuðu undir 2013 eru nú að reyna að snúa þessu öllu á haus.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.