Nýr og forvitnilegur Austurgluggi

Meðal efnis í blaðinu þessa viku er, auk ýmissa frétta, umfjöllun um miðstöð fyrir atvinnulausa sem opnar í næstu viku á Fljótsdalshéraði og úttekt á starfsemi Atvinnuþróunarfélags Austurlands, þar sem margt kemur skemmtilega á óvart. Kristján L. Möller skrifar um nauðsyn nánara samráðs við sveitarfélögin vegna efnahagsástandsins og Sævar Sigbjarnarsonar hugleiðir átök Ísraela og Palestínumanna. Sportið er á sínum stað og ekki má gleyma frétt af dugnaðarforkunum í félagi eldri borgara á Reyðarfirði. Líneik Anna Sævarsdóttir á Fáskrúðsfirði skrifar samfélagsspegil blaðsins að þessu sinni og matgæðingurinn er á sínum stað með lystilegar uppskriftir.

Austurglugginn fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi. Áskriftarsími er 477-1571.

bw0165-015.jpg

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.