Nýr Austurgluggi

Nýr Austurgluggi kemur út í dag. Stöðfirðingar eiga drjúgan þátt í þessu blaði, því litið er við í versluninni Brekku á Stöðvarfirði og rabbað við verslunareigendur um jólaundirbúning í þorpinu. Þá skrifar Sólrún Friðriksdóttir á Stöðvarfirði samfélagsspegil að þessu sinni. Meðal annars efnis er umfjöllun um góðgerðarstarf eldri borgara á Eskifirði og undirbúning þeirra fyrir árlega skötuveislu, hugmyndir að hýbýlaprýði í kreppunni, fréttir og hinn sívinsæli Matgæðingur. Næsti Austurgluggi er helgaður jólum og kemur út 19. desember næstkomandi. Síðustu forvöð til að skila auglýsingum og jólakveðjum í jólablaðið eru á morgun, föstudag.

logo.gif

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.