Nýjasti Austurglugginn fæst á betri blaðsölustöðum!

Sjötta tölublað Austurglugga þessa árs kom út í dag. Að venju hefur blaðið að geyma vandaðar umfjallanir um markverða hluti á Austurlandi.

pe0064590.jpg

Meðal efnis nú er umfjöllun um hvernig Fjarðabyggð tekur á móti nýjum íbúum með persónulegri heimsókn, upplýsingariti og aðgangi að söfnum, sundlaugum og skíðasvæði. Fjallað er um nútímatónlistarhópinn Stelk, sem spilaði ný austfirsk verk á Myrkum músíkdögum í Reykjavík í gærkvöld og hugmyndir um stofnun Austurlandsakademíu fræða- og vísindafólks. Þá skrifar Gunnar Gunnarsson um Heilaga Barböru úr klausturrústunum á Skriðuklaustri og Björgvin Valur Guðmundsson og Sævar Sigbjarnarson um endurnýjun íslenskra stjórnmála. Matgæðingar birta sín bestu eldhúsleyndarmál og í blaðinu er einnig uppskrift að tertu, sem félagar í bútasaumsfélaginu Spretti segja svo góða að það sé beinlínis hættulegt. Allt þetta í Austurglugganum, sem fæst á öllum betri blaðsölustöðum á Austurlandi!

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.