Skip to main content

Nýjar áherslur í austfirskri ferðaþjónustu

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.22. febrúar 2009

Frá því í nóvember hefur Markaðsstofan í samvinnu við Þróunarfélag Austurlands staðið fyrir stefnumótunarvinnu ferðamála á Austurlandi. Haldnir hafa verið hugarflugsfundir víða um fjórðunginn þar sem ímynd Austurlands sem ferðamannastaðar hefur verið í forgrunni. Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Markaðsstofu Austurlands.

markasstofa.jpg

Afrakstur fundanna var tekinn saman og bráðabirgðaniðurstöður kynntar fyrir þrengri hóp sem nýtti þær til að móta grunn að nýrri stefnu. Í kjölfarið var haldinn vinnufundur þar sem unnið var með hugmyndir og mótuð tillaga að nýju tákni/vörumerki (lógó) og kjörorði sem nýtast mun í allri markaðssetningu fyrir Austurland. Á aðalfundi markaðsstofunnar 7. mars n.k. verður ný stefna, tákn og kjörorð kynnt. Góð stefna er lítils virði ef henni er ekki fylgt eftir með markvissum aðgerðum. Á afmælisfundinum verða því tekin fyrstu skref í vinnslu framkvæmdaáætlunar þar sem verkefnum verður forgangsraðað og þau skilgreind frekar.