Nagladekk framundan
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 20. október 2008
Rétt er að minna ökumenn á Austurlandi á að nú er runnin upp tími nagladekkja. Flestir þeir sem reglulega keyra um fjallvegi eru reyndar þegar komnir á slík dekk. Hált var á fjallvegum á Austurlandi í dag, og virðist ljóst að vetur konungur er í það minnsta ekkert að yfirgefa okkur í bráð.
Meðfylgjandi mynd var tekin undir Grænafellinu í Reyðarfirði í dag. Bíllinn mun hafa lent utanvegar á föstudag og þurfti víst ekki hálkuna til.
