Myrkvaðir þungarokkstónleikar
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 30. nóvember 2008
Þungarokkshljómsveitirnar Chino og Celestine komu nýverið fram á tvennum tónleikum austan lands.

Celestine, sem er frá Reykjavík, var á hringferð um landið en Chino, frá Egilsstöðum, hitaði upp fyrir hana á tónleikum á Egilsstöðum og Norðfirði. Tónleikarnir voru hluti af dagskránni á Dögum myrkurs. Kristófer Nökkvi Sigurðsson, trommuleikari Chino, sagðist í samtali við Austurgluggann vera ánægður með tónleika og að vel hefði verið að þeim staðið.