Skip to main content

Mál yfirlæknis til rannsóknar hjá lögreglu

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.13. febrúar 2009

Mál Hannesar Sigmarssonar, yfirlæknis við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Læknirinn var kærður til lögreglu í gær og hann leystur tímabundið frá starfsskyldum sínum við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA.

487568b.jpg

Í frétt Austurgluggans um málið í gær var sagt að aðili frá Landlæknisembættinu kæmi að skoðun máls Hannesar. Stefán Þórarinsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA, segir að þegar misfarið sé með peninga komi það því embætti ekki við, enda sýsli það með fagleg málefni eingöngu. Rannsóknarlögregla á Austurlandi hafi mál Hannesar til meðferðar.