Mál yfirlæknis til rannsóknar hjá lögreglu

Mál Hannesar Sigmarssonar, yfirlæknis við Heilsugæslu Fjarðabyggðar, er nú til rannsóknar hjá lögreglu. Læknirinn var kærður til lögreglu í gær og hann leystur tímabundið frá starfsskyldum sínum við Heilbrigðisstofnun Austurlands, HSA.

487568b.jpg

Í frétt Austurgluggans um málið í gær var sagt að aðili frá Landlæknisembættinu kæmi að skoðun máls Hannesar. Stefán Þórarinsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA, segir að þegar misfarið sé með peninga komi það því embætti ekki við, enda sýsli það með fagleg málefni eingöngu. Rannsóknarlögregla á Austurlandi hafi mál Hannesar til meðferðar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.