Miklar vegaframkvæmdir á Norðaustursvæði

Umtalsverðar vegaframkvæmdir eru í gangi á Norðausturlandi. Nýr vegur er lagður yfir Melrakkasléttu, nýr vegarkafli milli Vopnafjarðar og Hringvegar, Hringvegi við Arnórsstaðarmúla. Fleiri verk eru í bígerð, að því er segir í frétt frá samgöngumálaráðuneytinu.
ImageNýr vegur yfir Melrakkasléttu er stærsta verkefnið, nýbygging á 56 km vegi milli Öxarfjarðar og Þistilfjarðar um Hólaheiði og Hófaskarð með tengingu til Raufarhafnar. Verkinu er skipt í þrjá áfanga. Samið var við Héraðsverk, lægstbjóðanda, um fyrstu tvo áfangana. Kostnaður við þá er 1,6 milljarður króna. Þeir vegir klárast á næstu tveimur árum. Þriðji áfanginn hefur ekki enn verið boðinn út.

Nýr vegur er byggður á nánast allri leiðinni á milli Hringvegar og Vopnafjarðar. Vegurinn ligggur um Vesturárdal og gerð ný tenging yfir á núverandi veg í Hofsdal. Verkið, 44 km að lengd, er unnið í áföngum. Byrjað er á vestasta kaflanum, milli Brunahvammsháls og Brunaflóa. Þeim kafla, 10 km, að ljúka í haust en verkinu öllu árið 201. Kostnaður við fyrri áfanga er 460 milljónir króna og er Suðurverk með verkið. Stefnt er að því að bjóða seinni áfangann út í haust.
Í Jökuldal verður lagður nýr vegarkafli á Hringveginum, um Skjöldólfsstaðafjall eða Arnórsstaðamúla. Vegurinn færist á þeim kafla norður fyrir Gilsá og er alls nærri 8 km að lengd. Með kaflanum fækkar um einbreiða brú á Gilsá, erfið beygja hverfur og einnig brattur kafli núverandi vegamót inn í Efra-Jökuldal. Verklok eru möguleg í haust en það ræðst af veðri. Héraðsverk er verktaki og kostnaður um 450 milljónir króna. Að loknu verkinu verður allur Hringvegurinn milli Akureyrar og Egilsstaða klæddur.
Meðal annarra framkvæmda á Norðaustursvæði Vegagerðarinnar sem unnið er að í sumar eru lagfæringar í Þvottár- og Hvalnesskriðum, nýr vegakafli á Hringveginum í Hamarsfirði, kafla á Upphéraðsvegi og milli Lagarfoss og Unaóss á utanverðu héraði.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar