Mikilvægi sjávarútvegs í Múlaþingi

Þann 14. maí næst komandi verður kosið til sveitar- og bæjarstjórnar í okkar ágæta landi. Við frambjóðendur D-lista Sjálfstæðisflokksins höfum farið vítt og breytt um sveitarfélagið okkar, hitt fólk og kynnst störfum þess.

Okkur hefur kynnt þau miklu tækifæri sem felast í tæknibreytingum síðar ára. Tækni sem gefur okkur möguleika á að vinna hvar sem er í heiminum.

Þrátt fyrir miklar breytingar búum við enn að öflugum grunnstoðum í atvinnumálum sem er sjávarútvegurinn. Þar hafa tæknibreytingar orðið miklar, sem gerir það að verkum að meðal annars uppsjávarafli sem áður fór í bræðslu, fer nú að stórum hluta til manneldis, sem eykur verðmæti vörunnar.

Tæknibreytingar og meðferð afla hefur gengið í gegnum alla þætti sjávarútvegsins, sem leitt hefur til verðmætaaukningar og starfa fyrir fólk með víðtæka menntun.

Nú þegar strandveiðitímabilið er byrjað lifnar yfir höfnunum og þær tæmast þar sem trillumenn halda til hafs á mið sem þeir gjörþekkja. Á strandveiðitímanum verður ákveðin breyting á mannlífi í sjávarbyggðunum. Við sem uppalinn erum í sjávarþorpi, tengjumst sjónum sterkum böndum. Útgerð smábáta er eitthvað sem við viljum hafa í okkar nærumhverfi. Þar hefur þróunin orðið eins og í öðrum atvinnugreinum. Tæki og búnaður til að sækja sjóinn og veiða fiskinn hefur bætt vinnuumhverfi stéttarinnar.

Við sem búum í samfélögum við sjávarsíðuna erum meðvituð um mikilvægi þessarar atvinnugrein fyrir byggðir landsins. Það er því okkar sem veljumst til forystu í sveitarfélaginu að skapa greininni aðstæður til vaxa og dafna.

Ólafur Áki Ragnarsson skipar 4 sæti á D-lista, lista Sjálfstæðisflokksins

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.