Skip to main content

Menntaskólarnir byrja

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.20. ágúst 2008

Kennsla hefst í austfirsku menntaskólunum á næstu dögum.

 

Verkmenntaskóli Austurlands byrjar fyrst, en skólinn verður settur klukkan 13:00 á morgun. Við skólasetningu fá nemendur stundatöflu og bókalista. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá á föstudag. Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu verður settur á föstudag en kennsla hefst á mánudag. Menntaskólinn á Egilsstöðum fer seinastur af stað. Skólinn verður settur á mánudagsmorgun og hefst kennsla strax eftir það.