Ályktun stjórnar kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í NA-kjördæmi

Stjórn kjördæmisráðs Samfylkingarinnar í Norðausturkjördæmi lýsir fullum stuðningi við formann Samfylkingarinnar og þingflokk í þeim aðgerðum sem unnið hefur verið að og framundan eru við endurreisn efnahagslífsins. Einnig leggur stjórnin áherslu á mikilvægi þess að hafinn verði undirbúningur aðildarviðræðna við ESB og samningsmarkmið ákveðin, síðan verði farið í samningsviðræður og niðurstöður þeirra bornar undir þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu.

logo.gif

Stjórn kjördæmisráðsins fagnar þeirri stefnubreytingu stjórnar RÚV að áfram verði reknar svæðisstöðvar á Akureyri, Egilsstöðum og Ísafirði.

Möguleikar til uppbyggingar í framleiðslu og gjaldeyrisskapandi atvinnu liggja fyrst og fremst á landsbyggðinni. Oft var þörf en nú er nauðsyn að nýta þau tækifæri sem fyrir hendi eru til vaxtar og uppbyggingar við nýtingu þeirra gæða. Í því sambandi þarf m.a. að horfa til orkunýtingar, sjávarútvegs, landbúnaðar og ferðaþjónustu.

Stjórn kjördæmisráðsins leggur áherslu á mikilvægi þess að staðið verði við boðaðar flýtiframkvæmdir í verklegum framkvæmdum m.a. í samgöngumálum á landsbyggðinni en þær voru hluti mótvægisaðgerða vegna niðurskurðar í aflaheimildum.

Stjórn kjördæmisráðsins áréttar að standa verði vörð um byggð og mannlíf á landinu öllu, þess vegna þarf að tryggja stöðu sveitarfélaganna þannig að þau geti staðið vörð um mikilvæga þætti velferðarkerfisins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.