Skip to main content

Lítil von um loðnu

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.08. mars 2009

Fátt virðist benda til að nokkur loðnuvertíð verði þetta árið. Flest fjölveiðiskip flotans eru á gulldepluveiðum suður af landinu eða á kolmunna vestur af Írlandi. Útgerðin á Austurlandi verður fyrir verulegum skakkaföllum, enda uppsjávarveiðiskip þar stór hluti. Þrátt fyrir lélega vertíð í fyrra skapaði hún um níu milljarða króna í útflutningsverðmæti. Síðustu fimm árin hafa þau verið á milli 6 og 10 milljarðar að jafnaði, en árið 2002 var sérlega gott þegar útflutningsverðmæti loðnu fór yfir 20 milljarða króna. Svo virðist sem fiskifræðingar búist einnig við arfaslakri loðnuvertíð á næsta ári, en betur horfi fyrir 2011 vegna mikils seiðafjölda og verulegrar útbreiðslu þeirra. Þó eru áhyggjur af hversu loðnan hefur lítið komið til hrygningar nú upp á síðkastið.

lodna.jpg

Fátt virðist benda til að nokkur loðnuvertíð verði þetta árið. Flest fjölveiðiskip flotans eru á gulldepluveiðum suður af landinu eða á kolmunna vestur af Írlandi. Útgerðin á Austurlandi verður fyrir verulegum skakkaföllum, enda uppsjávarveiðiskip þar stór hluti. Þrátt fyrir lélega vertíð í fyrra skapaði hún um níu milljarða króna í útflutningsverðmæti. Síðustu fimm árin hafa þau verið á milli 6 og 10 milljarðar að jafnaði, en árið 2002 var sérlega gott þegar útflutningsverðmæti loðnu fór yfir 20 milljarða króna. Svo virðist sem fiskifræðingar búist einnig við arfaslakri loðnuvertíð á næsta ári, en betur horfi fyrir 2011 vegna mikils seiðafjölda og verulegrar útbreiðslu þeirra. Þó eru áhyggjur af hversu loðnan hefur lítið komið til hrygningar nú upp á síðkastið.

lodna.jpg