Skip to main content

Lokað fyrir rafmagnið hjá HSA?

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.10. september 2008

Samkvæmt heimildumAusturgluggans er fjárhagsleg staða HSA, Heilbrigðisstofnunar Austurlands, vægt til orða tekið bágborin þessa dagana. Fjárheimildir virðast ekki duga fyrir útgjöldum og er fjöldi lánadrottna orðin óþolinmóður vegna stöðunnar. hsa_rafm.jpg

Nú síðast hótuðu innheimtumenn RARIK að loka fyrir rafmagnið hjá HSA, og herma heimildir blaðsins að þeir hafi spurt forsvarsmenn HSA á hvaða byggingu þeir ættu að hefja lokunaraðgerðir. Af lokunum hefur þó ekki orðið að sinni, enda hlýtur að þurfa að fjúka í flest skjól áður en lokunaraðgerðir hefjast gagnvart sjúkrahúsum. Þetta kemur fram í umfjöllun Austurgluggans í dag. Rætt er við Einar Rafn Haraldsson forstöðumanns HSA sem segir lausaskuldir stofnunarinnar vel yfir 200 milljónir króna.