Skip to main content

Öll austfirsku liðin úr leik

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.02. september 2008

Þriðju deildar lið Sindra og Hugins í karlaflokki og kvennalið Hattar í 1. deild eru öll fallin úr leik í úrslitakeppni deildanna.

 

ImageHuginn heimsótti Skallagrím í Borgarnesi í kvöld og tapaði 2-1. Fyrri leikurinn lauk með 1-1 jafntefli svo Skallagrímur vann samanlagt 3-2. Sindri gerði 4-4 jafntefli við Knattspyrnufélag Vesturbæjar í fjörugum leik á Höfn. Vesturbæingar komust í 0-3 en Sindramenn jöfnuðu. Það dugði ekki til, fyrri leikurinn í Reykjavík endaði 2-2. KV fer áfram á mörkum skoruðum á útivelli.

Kvennalið Hattar átti erfitt uppdráttar eftir að hafa tapað 0-3 fyrir ÍR í undanúrslitum 1. deildar kvenna um helgina. ÍR gekk á lagið og vann seinni leikinn í kvöld 6-0.