Landbúnaðarháskólinn bregst við þrengingum
Umræðan • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • 20. nóvember 2008
Landbúnaðarháskóla Íslands hafa að undanförnu borist margar fyrirspurnir um skólavist í byrjun nýs árs. Yfirvöld skólans hafa ákveðið að bregðast við aðstæðum og opna á umsóknir um nám sem hæfist í janúar. Umsóknarfrestur er til 5. desember.
LbhÍ er nú að hleypa af stokkunum nýju verkefni sem miðar beint að atvinnusköpun í landinu. Markmiðið er að vinna með fólki og koma hugmyndum í framkvæmd. Sjá nánar á www.lbhi.is
