Kristinn skattakóngur

Kristinn Aðalsteinsson, Eskifirði, er skattakóngur Austurlands fyrir árið 2007. Þeir sem seldu báta og/eða kvóta eru áberandi á listanum.

 

Kristinn þarf að greiða ríflega 172,5 milljón króna í tekjuskatt en hann seldi sinn hlut í útgerðarfélaginu Eskju í lok mars í fyrra. Hann greiðir ekkert útsvar.
Stefán Sigurðsson, annar tveggja fyrrum aðaleigenda Malarvinnslunnar, sem Kaupfélag Héraðsbúa keypti í haust, er annar á lista skattahæstu einstaklinganna í Austurlandskjördæmi en hann þarf að greiða rúmar 19 milljónir króna í skatt.
Bjarney Stella Kjartansdóttir, Neskaupstað, er skattadrottning Austurlands og í þriðja sæti heildarlistans með rúmar 15 milljónir.

Tíu efstu.í Austurlandsumdæmi.
1. Kristinn Aðalsteinsson, fyrrv. útgerðarmaður, Eskifirði, 172.526.476 kr.
2. Stefán Sigurðsson, fyrrv. framkvæmdastjóri, Egilsstöðum 19.166.014 kr.
3. Bjarney Stella Kjartansdóttir, fyrrv. útgerðarmaður, Neskaupstað, 15.176.375 kr.
4. Tómas Már Sigurðsson, forstjóri Alcoa-Fjarðaáls, Egilsstöðum, 14.726.642 kr.
5. Snorri Aðalsteinsson, útgerðarmaður, Höfn, 13.284.049 kr.
6. Elvar Örn Unnsteinsson, leiðsögumaður hjá Fjöruferðum, Höfn, 12.347.106 kr.
7. Eysteinn Einarsson, fyrrv. framkvæmdastjóri og hrossabóndi, Fljótsdalshéraði, 12.248.391
8. Jóhann Egilsson, útgerðarmaður, Mjóafirði, 11.884.946
9. Eygló Illugadóttir, aðstoðarskólastjóri og fyrrv. útgerðarkona, Höfn, 11.146.054
10. Kristján Haukur Lúðvíksson, fyrrv. útgerðarmaður, Reyðarfirði, 10.715.332

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar