KHB í miklum erfiðleikum

Kaupfélag Héraðsbúa berst nú fyrir tilveru sinni og er fjárhagsstaða fyrirtækisins mjög erfið. Gjaldþrot Malarvinnslunnar, dótturfélags KHB, virðist hafa gengið mjög nærri fyrirtækinu. Kaupfélagið var stofnað fyrir hundrað árum og starfa vel á annað hundruð manns hjá því. Það rekur verslanir á mörgum þéttbýlisstöðum á Austurlandi.

vont_veur__egilsstum1.jpg

Björn Ármann Ólafsson, stjórnarformaður KHB sagði í viðtali við Svæðisútvarpið í gær að fundað hefði verið með Landsbankanum reglulega frá því fyrir áramót og bankinn vinni ötullega að því að tryggja rekstrargrundvöll KHB. Björn Ármann vildi ekki gefa upp skuldastöðu fyrirtækisins en sagði hana erfiða. Hann sagði gjaldþrot Malarvinnslunnar hafa kostað KHB um 700 milljónir króna. Hluti af því hafi verið kaupverð KHB á Malarvinnslunni en líka tapaðist það hlutafé sem kaupfélagið hafði sjálft lagt í fyrirtækið.

Björn Ármann sagði Landsbankann leita allra leiða til að ekki þyrfti að reka KHB í gjaldþrot.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.