Íþróttir fyrir alla, allstaðar

Ein besta auglýsingin fyrir Múlaþing á landsvísu er þegar að íþróttaliðin okkar, meistaraflokkar sem yngri flokkar, ná árangri og láta sjá sig á hinum ýmsu mótum. Þá sér fólk að hér sé stórt og gott yngri flokkastarf í hinum ýmsu íþróttum og líta á það sem mikinn kost þegar að kemur að því að velja stað sem er hentugur til búsetu m.t.t. uppeldi barna.

Mikilvægt er að bjóða uppá sem flesta möguleika fyrir börn í sveitarfélaginu þegar að kemur að vali á Íþróttum. Með betrumbætum á samgöngum gerum við börnum frekar kleift að sækja í fjölbreyttari íþróttaiðkun á milli byggðakjarna á hagkvæmari hátt. Mikilvægt er að stuðla að því að krakkar, alls staðar í Múlaþingi, hafi gott aðgengi að því mikilvæga lýðheilsu- og forvarnarstarfi sem skipulögð íþróttastarfsemi er.

Styðja þarf við íþróttafélögin innan Múlaþings, til þess að þeim sé kleift að halda áfram sínu frábæra starfi og bjóða uppá fjölbreytta hreyfingu fyrir börnin og kenna þeim að vinna í hópi og upp á eigin spýtur, sem að skilar aftur út í samfélagið heilsteyptari einstaklingum sem eru tilbúnir til þess að leggja sitt að mörkum til þess að gera Múlaþing að því sveitarfélagi sem að við viljum búa í.

D- listi Sjálfstæðisflokksins mun halda áfram að berjast fyrir bættu umhverfi til íþróttaiðkunar í Múlaþingi. Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það í verki að honum sé annt um íþróttahreyfinguna í Múlaþingi. Fjölnota fimleikahús sem reist var á Egilsstöðum árið 2020 hefur reynst Íþróttafélaginu Hetti mikill hvalreki, þar sem að aðstaða til íþróttaiðkunar stór bættist, bæði í fimleikum sem og frjálsum íþróttum auk þess að mikill tími skapaðist í íþróttahúsinu sjálfu fyrir aðrar greinar. En enn er langt í land, aðstaða til knattspyrnuiðkunar er stórlega ábótavant og félagsaðstaða er lítil sem engin. Koma þarf af stað framkvæmdum að fyrirhuguðu nýju íþróttasvæði Hattar fyrir neðan Menntaskólann á Egilsstöðum.

Fjárfesting í íþróttastarfi sveitarfélagsins er fjárfesting í framtíðinni.

Höfundur skipar 21. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.