Skip to main content

Höttur og Þróttur töpuðu

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.30. nóvember 2008

Höttur og Þróttur töpuðu leikjum sínum í körfuknattleik og blaki um helgina.

 

ImageHöttur tapaði fyrir Laugdælum 88-84 í 1. deild karla í körfuknattleik á Laugarvatni. Hattarliðið var í eltingarleik allan tímann en gafst færi á að stela sigrinum í lokin þegar heimamenn voru komnir í mikil villuvandræði. Ben Hill var stigahæstur Hattar manna með 22 stig en Jerry Cheeves skoraði 20.

Þróttur mætti HK í tveimur leikjum í 1. deild kvenna í blaki í Digranesi. HK stúlkur sigruðu báða leikina 3-0 og eru ósigraðar það sem af er hausti. Miglena Apostolova var stigahæst í báðum leikjunum hjá Þrótti.