Höskuldur sækist eftir að leiða listann

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, sækist eftir að skipa efsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi í þingkosningunum í vor. Höskuldur segist hafa fengið áskoranir um að gefa aftur kost á sér og að hann sækist eftir að leiða lista framsóknarmanna í Norðausturkjördæmi.

hskuldur_vefur.jpg

„Það er krafa um endurnýjun í flokknum og ég naut mikils trausts tæplega helmings flokksmanna í formannskjörinu í janúar sl. sem vildu að ég leiddi flokkinn,“ segir Höskuldur, sem var í 3. sæti á lista flokksins í þingkosningunum 2007.

Framsóknarmenn í kjördæminu ætla að velja efstu menn á framboðslistann á kjördæmisþingi 15. mars.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.