Hrein orka til eldri borgara

Toyota á Austurlandi og Austfjarðaleið buðu eldri borgurum á Fljótsdalshéraði og í Fjarðabyggð í heimsókn í gærdag. Haldið var fræðsluerindi um útblástursmengun á heimsvísu og framtíðarlausnir í bílaiðnaði til að lágmarka eldsneytisnotkun úr óendurnýjanlegum auðlindum. Toyota er með vistvænan bíl á sínum snærum, Toyota Prius, og býður starfsmönnum sínum hann til afnota í eina viku hverjum, svo þeir megi kynnast því af eigin raun að aka slíku farartæki.

vetni2.jpg

Jón Björn Skúlason, framkvæmdastjóri Íslenskrar nýorku, kynnti fyrirtækið og fór í framsögu sinni yfir eldsneytisnotkun í heiminum, koltvísýrlingsmengun og tilraunaverkefni í notkun vetnis. Þar hefur Íslensk nýorka verið hvað fremst í flokki, enda stefna fyrirtækisins að auðvelda og undirbúa notkun vetnis fyrir samgöngur á Íslandi. Reyna á að gera tilraunir með að nota vetni sem orkubera fyrir allar samgöngur og fiskiflotann og markið sett á að Ísland verði vetnisvætt fyrir árið 2050.

Íslensk nýorka opnaði fyrstu vetnisáfyllingarstöð í heiminum fyrir almenning árið 2003 og er hún enn starfrækt. 2003 til 2007 voru sex vetnisstrætisvagnar keyrðir um götur borgarinnar með mun betri árangri en vænst var og 2005 og 2006 voru gerðar vetnistilraunir á Keflavíkurflugvelli með bandaríska hernum. Þá voru uppi hugmyndir um að gera Nato-völlinn að svokallaðri hreinni herstöð, en herinn fór úr landi áður en af því gat orðið. Vetnisbílar hafa verið í umferð frá 2007 og komin er vetnisvél í eitt skip í Reykjavík, í hvalaskoðunarbát og var henni komið fyrir á þessu ári. Var Íslensk nýorka fyrst til að setja vetnisvél í skip.,,Við horfum fyrst og fremst til samgönguþátta og báta og skipa. Við viljum gera tilraun til að athuga hvort við getum hreinsað upp og notað endurnýjanlega orku til að knýja allt samgöngukerfið á Íslandi,“ sagði Jón Björn í fyrirlestri sínum. Næsta þrep segir hann vera að tilraunakeyra bíla á vetni. Nú séu 14 vetnisbílar í umferð í Reykjavík og búið að aka þeim um 65 þúsund kílómetra. Þá sé mjög horft til þess að rannsaka áfram möguleika vetnisnotkunar um borð í skipum.Hann spáir því að líkt og Austfjarðaleið gerði, muni áherslan í næstu framtíð helst vera á að nota ökutæki sem eyði minna eldsneyti. Verulega ör þróun sé í bílavélum sem brenni mun minna eldsneyti en áður þekktist. ,,Það væri sannarlega gott ef fleiri tækju upp stefnu Austfjarðaleiðar og horfðu fram á veginn með þessum hætti; þó fyrirtæki geti ekki orðið 100% hrein geta þau tekið markverð skref í átt að því.“Jón Björn segir rafmagn vera þann aflgjafa sem skipta muni mestu máli í bílum framtíðarinnar. Rafknúinn vélarhitari sé þar eitt lykilatriða og geti sparað allt að 20% eldsneytis. Stjórnvöld gætu auðveldlega hjálpað til að gera notkun slíkra tækja almenna með því að niðurgreiða þau og þar með nýttist innlent rafmagn á móti innfluttu eldsneyti. Hann nefndi sem dæmi að í norðanverðum Noregi og Svíþjóð er hreinlega bannað að eiga bíla nema nota með þeim vélarhitara.

Hann rifjaði upp að Toyota hefði verið fyrst til að framleiða svokallaða tvinnbíla, sem nota bæði rafmagn og bensín. Verið er að gera tilraun hjá Íslenskri nýorku með bifreið sem notar bæði rafmagn og vetni. Næsta skref í bílaiðnaðinum sé tengil-tvinnbíll sem keyri fyrst á rafmagninu og skipti svo yfir í bensín þegar rafmagnið þrýtur. Í framhaldinu muni notkun rafbíla mjög aukast, einkum fyrir styttri vegalengdir. Drægi sé um 200 km og hleðslutími 6-8 klukkustundir. 30% til 40% bílaflota landsmanna verði vonandi og raunar líklega rafbílar þegar fram í sæki. Afgangurinn yrði sambland af bensín- og rafmagnsbílum og svo rafmagns- og vetnisbílum í framtíðinni.

vetni1.jpgvetni3.jpgvefur_tvinnbll.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.